15.04.2025 09:20

Vörður ÞH 44

                                       2962 Vörður ÞH 44  á Eyjafirði  mynd þorgeir Baldursson 

11.04.2025 09:29

Vorverkin i Bótinni

 

                                                   Vorverkin i bótinni mynd þorgeir Baldursson 

Það eru mörg handtökin i vorverkunum útgerðarfélagi Brimkló (eftir samnefndri hljómsveit )

voru að minnsta kosti önnum kafinn við málningarvinnu i vikunni það eru þau 

Davið Hauksson skipstjóri og Guðrún Kristjánsdóttir útgerðarstjóri sem að ditta hér að bát útgerðarinnar Hörpu Karen þar sem verið var að botnmála og skipta um Zink  

                                     Skipstjórinn og útgerðarstjórinn sinna viðhaldi mynd þorgeir Baldursson 

              Guðrún Kristjánsdóttir útgerðarstjóri mynd þorgeir Baldursson 

                            7899 Harpa karen EA á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

                                7899 Harpa karen á Eyjajafirði i dag 12 april mynd þorgeir Baldursson 

 

05.04.2025 19:06

Vinur Þh Nýr hvalaskoðunnarbátur til Húsavikur

                         Hvalaskoðunnarbáturinn  Vinur við Bryggju á Akureyri myndir Þorgeir Baldursson 

                        Arnar Sigurðsson Skipst og útgerðarmaður i brúnni á Vin þH mynd þorgeir Baldursson 

 

Núna sennipartinn i dag kom til hafnar á Akureyri nýr Hvalaskoðunnar bátur i eigu Frends of Mobydick 

en að þvi standa Arnar Sigurðsson og Fjölskylda  en báturinn er keyptur notaður frá Noregi

þar sem að hann var i ferjusiglingum núna verður hann útbúinn til hvalaskoðunnar

samkvæmt islensku reglum Samgöngustofu hjá slippnum á Akureyri 

hérna koma nokkrar myndir af heimkomunni og frettin úr Morgunblaðinu i dag 10 April 

Góður gangur í hvalaskoðunarferðum frá Húsavík en nýr bátur hefur bæst við hjá Sjóferðum Arnars

Nýr hvalaskoðunarbátur Nýr hvalaskoðunarbátur Sjóferða Arnars á Húsavík kom til Akureyrar í vikunni

en báturinn, sem ber nefnið Vinur, var keyptur í Noregi og siglt hingað til lands.

Báturinn var smíðaður árið 1980, er 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega.

Sjóferðir Arnars eru með annan bát í hvalaskoðunarferðum og heitir sá Moby Dick.

Segir Arnar Sigurðsson eigandi fyrirtækisins, sem sjá má á myndinni, að góður gangur sé í hvalaskoðunarferðum á Skjálfanda,

þótt lítils háttar samdráttur hafi verið í fyrra. Hafi lélegar gæftir ráðið þar mestu um og hafi 50 dagar farið í súginn vegna brælu.

Hann segir að bókunarstaðan sá góð og talsvert af hval á Skjálfanda, höfrungar, háhyrningar og hnúfubakur, sem mest sé af.

                                       Hvalaskoðunnarbáturinn Vinur ÞH mynd þorgeir Baldursson 

                                  Sprigurinn klár Kristján Þorvarðasson mynd þorgeir Baldursson 6 April 2025

                               Þiðrik Unasson og Kristján Þorvarðarsson mynd þorgeir Baldursson 

                                      Arnar Sigurðsson eigandi og Bjarni Bjarnasson mynd þorgeir Baldursson 

          Þeir bræður Ægir Guðmundur og Sigmundur  voru mættir til að takavið endunum mynd þorgeir Baldursson 

04.04.2025 22:19

Cuxhaven NC 100

                          Cuxhaven NC 100  i slipp á Akureyri  fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 

11.03.2025 10:41

Finnur EA 245

                                            Netafiskur af Finni EA 245 mynd  þorgeir Baldursson 

04.03.2025 23:43

Ölduhæð 10 metrar og djöflagangur engu líkur

 

                          Bergey Nu Bergur Ve og Vestmannaey Ve við bryggju á Akureyri mynd þorgeir  Baldursson 

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær og Bergur VE landaði þar í dag. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, talaði mest um veðrið við tíðindamann Síldarvinnslunnar.

„Það er ekki einleikið hvernig veðrið lætur við okkur þessa dagana. Það hefur í sannleika sagt verið djöfullegt. Janúar var í lagi veðurfarslega en febrúar var slæmur og þessir fyrstu dagar í mars hafa verið skelfilegir. Þegar við vorum á landleið var ölduhæðin 10 metrar og djöflagangurinn engu líkur. Þetta var stuttur túr hjá okkur. Við vorum að veiðum á Ingólfshöfða í tvo sólarhringa og fengum þar 60 tonn, mest ýsu. Svo gerðist það að allir skjár um borð duttu út og við urðum að koma okkur í land og láta lagfæra tölvukerfið og það gekk vel. Á þessum slóðum sem við vorum á er ekki jafnmikil fiskgegnd og í fyrra. Vertíðarfiskur er ekki kominn þarna. Líklega hefur loðnuleysið þessi áhrif,” sagði Egill Guðni. Vestmannaey hélt til veiða á ný í gær

Jóni Valgeirssyni, skipstjóra á Bergi, var einnig tíðrætt um veðrið.

„Við lönduðum á Djúpavogi sl. fimmtudag. Það var langmest ýsa sem fékkst á Ingólfshöfðanum. Það var þokkalegt veður í þeim túr. Síðan var haldið í Lónsbugtina og þá breyttist veðrið til hins verra. Sannleikurinn er sá að tíðarfarið hefur verið ógeðslegt að undanförnu. Í Lónsbugtinni fékkst skarkoli, þorskur og ýsa. Síðan var haldið á Ingólfshöfðann og þar fengum við þorsk í bölvaðri skítabrælu. Við erum svo að landa 63 tonnum í Eyjum í dag og erum fegnir að hvíla okkur á látunum,” sagði Jón.

03.03.2025 21:30

Cuxhaven Nc 100

                                                        Cuxhaven Nc 100  mynd þorgeir Baldursson 

03.03.2025 19:48

Bjarni Sæmundsson HF 30 kveður Hafró

   2350 Árni Friðriksson HF 200 OG 1131 Bjarni Sæmundsson HF 30 við Höfuðstöðvar Hafró mynd þorgeir Baldursson 

 

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur verið selt til Holberg Shipping í Noregi og kveður því Hafrannsóknastofnun og heimahöfn í Hafnarfirði eftir ríflega 54 ára dygga þjónustu. Smíðasamningur var undirritaður 11. mars 1969, skipinu hleypt af stokkunum 27. apríl 1970 en það kom til Reykjavíkur þann 17. desember 1970. Frá þessu segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

 

Nýlunda í íslensku skipi

Vel var vandað til smíði Bjarna Sæmundssonar og í skipinu var ýmis nýr búnaður sem ekki hafði áður verið settur í íslensk skip. Í því eru dísel rafstöðvar sem knýja rafmótor sem knýr skipið áfram. Vélarrúm skipsins er sérstaklega einangrað og vélar og rafalar á sérstöku gúmmíundirlagi til þess að minnka hávaða og titring. Þessi búnaður var á sínum tíma alger nýlunda í íslensku skipi og síðan hefur hann aðeins verið settur í eitt annað íslenskt skip, þ.e. hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson sem kom nýtt til landsins árið 2000. Innleiðing þessarar tækni á sínum tíma leiddi til töluverðs sparnaðar á olíunotkun.
Bjarni Sæmundsson lagði upp í sinn fyrsta rannsóknaleiðangur þann 6. janúar 1971. Skipið hefur gengt fjölþættum verkefnum í sambandi við íslenskar hafrannsóknir en stærstur hefur þar verið hlutur rannsókna á uppsjávar- og botnfiskum, ásamt sjó- og svifrannsóknum.

02.03.2025 08:04

Jóna Eðvalds SF 200 i kröppum dansi

                                     2618 Jóna Eðvalds SF 200 i kröppum dansi mynd þorgeir Baldursson 

27.02.2025 22:45

Kaldbakur EA 1 á toginu

                              2891 Kaldbakur EA1 á toginu á Selvogsbanka mynd þorgeir Baldursson 

27.02.2025 00:27

Krónprins Haakon

                                     Kronprins Haakon i krossanesi i dag mynd þorgeir Baldursson 

                                                          Kronprins Haakon mynd þorgeir Baldursson 

                                                            Kronprins Haakon mynd þorgeir Baldursson 

Norska rannsóknarskipið Kronprins Haakon kom til Akureyrar snemma i morgun og var erindið að 

sækja visti og skipta um hluta áhafnar auk smá viðgerða i frystikerfi sem að menn frá Frost redduðu með hraði

um borð er mikill fjöldi visindafólks alls um 100 manns og lét skipið úr höfn um kl 19 i kvöld með stefnu á Svalbarða 

skipið er rúmlega 100metrar á lengd og 21 á breidd 9145 cross tonnage smiðað 2017 

26.02.2025 23:10

Kjarnorkukafbátur á Eyjafirði

                               Freyja og Bandariski kjarorkukafbáturinn mynd þorgeir Baldursson 

                                         Bandariski Kafbáturinn mynd þorgeir Baldursson 

Kjarn­orku­knú­inn banda­rísk­ur kaf­bát­ur, USS Delaware, verður í stuttri þjón­ustu­heim­sókn í ís­lensku land­helg­inni í dag.

Í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins seg­ir að varðskipið Freyja muni fylgja kaf­bátn­um um land­helg­ina og í ut­an­verðan Eyja­fjörð, þar sem fram fara áhafna­skipti og önn­ur þjón­usta við kaf­bát­inn. USS Delaware er orr­ustukaf­bát­ur af Virg­inia-gerð og slík­ir kaf­bát­ar bera ekki kjarna­vopn.

Þetta er í sjötta sinn sem kjarn­orku­knú­inn kaf­bát­ur banda­ríska sjó­hers­ins kem­ur í þjón­ustu­heim­sókn í ís­lenska land­helgi

eða frá því að ut­an­rík­is­ráðherra til­kynnti 18. apríl 2023 að slík­um kaf­bát­um yrði heim­ilað að hafa stutta viðkomu úti fyr­ir strönd­um Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafn­ar.

Fram kem­ur að Land­helg­is­gæsl­an muni leiða fram­kvæmd heim­sókn­ar­inn­ar í nánu sam­starfi við embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Geislavarn­ir rík­is­ins og ut­an­rík­is­ráðuneytið í sam­ræmi við sett­ar verklags­regl­ur.

09.02.2025 22:27

Akureyri og Eyjafjörður

                                                 Glerárhverfi og Eyjafjörður mynd þorgeir Baldursson 2025

08.02.2025 21:13

Fyrstu Svansvottuðu húsin í Eyjafirði

Rakel Hinriksdóttir - rakel@akureyri.net  08.02.2025 kl. 06:00

 Heimild akureyri.net

Rauðbrúnu húsin til vinstri eru Reynihlíð 9-11 og hægra megin er Reynihlíð 13, sem ÁK smíði er einnig að byggja. Mynd: Þorgeir Baldursson

Byggingaverktakinn ÁK smíði fékk í gær afhenta viðurkenningu frá Umhverfis- og orkustofnun, í tilefni af því að fyrirtækið var að byggja fyrstu Svansvottuðu húsin í Eyjafirði. Húsin sem um ræðir eru fjölbýli við Reynihlíð 9-11 í Hörgársveit. Viðar Kristjánsson er verkefnastjóri Svansvottunarferlis hjá ÁK smíði.

„Það er í mörg horn að líta í þessu ferli, að fá þessa viðurkenningu, við þurftum alveg að hafa fyrir þessu,“ segir Viðar við blaðamann Akureyri.net. „Við erum stoltir og þetta er ákveðinn áfangi, en við ætlum að byggja áfram á þessari reynslu og hafa þessi vinnubrögð að leiðarljósi í framtíðinni í nýbyggingum. Það er erfiðast fyrst, að tileinka sér eitthvað nýtt, en verður svo auðveldara.“ 

Svansvottun gæðastimpill fyrir íbúa

Viðar segir að hann sé sannfærður um að fólki muni líða betur í Svansvottuðu húsi. „Þetta er eitthvað sem okkur finnst skipta máli, en það eru til dæmis mjög strangar kröfur varðandi eiturefni.“ Svansvottun er ákveðinn gæðastimpill, sérstaklega fyrir kaupendur þar sem kröfur eru gerðar á innivist, rakavarnir ofl. Það skiptir auk þess miklu máli fyrir byggingariðnaðinn að takmarka umhverfisáhrif þar sem losun frá mannvirkjageiranum er um 30-40% á heimsvísu ásamt því að mikið er notað af heilsuspillandi efnum í byggingavöru.

Viðar Kristjánsson verkefnastjóri Svansvottunarferlis hjá ÁK smíði, Finnur Jóhannesson eigandi ÁK smíði, Sigurður Friðleifsson frá Umhverfis- og orkustofnun, Ármann Ketilsson eigandi ÁK smíði og Lýður Hákonarson húsasmíðameistari. Mynd: Þorgeir Baldursson

Sigurður Ingi Friðleifsson afhenti eigendum ÁK smíði viðurkenninguna, en hann er sviðsstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. „Þegar nýbyggingar eru vottaðar er tekið mið af hráefninu, framkvæmdinni, notkuninni og úrgangsferlinu,“ segir Sigurður Ingi.

 

„Byggingar sem eru Svansvottaðar hafa farið í gegum dagsbirtuhönnun, orkunotkun er lægri en í hefðbundnum húsum, krafa er gerð um að setja upp rakavarnaráætlun í framkvæmdarferlinu, öll skaðleg efni í byggingavörum- og efnum hafa verið takmörkuð verulega og margt fleira.“

Umhverfisvitund felst ekki bara í Svansvottun

Viðar segir að stefna fyrirtækisins hafi alltaf verið að hafa nýtni að leiðarljósi. „Við erum til dæmis að byggja hús á planinu hjá okkur sem á að verða starfsmannahús fyrir hótelið á Fosshóli sem ÁK smíði á,“ segir hann. „Þetta hús erum við að byggja úr 70-80% endurnýjanlegu efni. Við notum t.d. timbur sem féll til í öðru verki að stórum hluta. Við reynum að hirða öll verðmæti og það er náttúrulega forkastanlegt að vera að henda.“

 

„Við erum nokkuð stoltir af þessari viðurkenningu og vonum að fleiri hoppi á vagninn,“ segir Viðar að lokum. 

 

Mynd: Þorgeir Baldursson

03.02.2025 14:26

Öryggið má aldrei falla milli skips og bryggju

                                     Arnfriður Eide Hafþórsdóttir mynd þorgeir Baldursson 

„Að upplifa stuðning og jákvæðni fyrir því að auka öryggi og starfsánægju fyrirtækisins í heild eflir mann í því sem maður er að vinna að,“ segir Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.

 

 

Öruggt starfsumhverfi á að vera leiðarljós í öllum rekstri, mannauðurinn er mikilvægasta auðlind fyrirtækjanna. Að því sögðu þá mega öryggismál aldrei falla milli skips og bryggju,“ segir Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.

                                              Arnfriður Eide sleppir spring Ljósafells su 70 mynd þorgeir Baldursson 

Arnfríður segir að hjá Loðnuvinnslunni sé lögð mikil áhersla á að sinna öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndarmálefnum vel. „Við höfum það að leiðarljósi að fækka slysum og óhöppum og leggjum við sífellt meiri vinnu í fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist,“ segir hún.

 

Arnfríður Eide Hafþórsdóttir ásamt Slökkviliði Fjarðabyggðar að undirbúa æfingu í reykköfun með áhöfn Hoffells SU80 um borði í skipinu.  MYND/HÖGNI PÁLL HARÐARSON

Arnfríður Eide Hafþórsdóttir ásamt Slökkviliði Fjarðabyggðar að undirbúa æfingu í reykköfun með áhöfn Hoffells SU80 um borði í skipinu. MYND/HÖGNI PÁLL HARÐARSON

 

Jákvætt skref hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Loðnuvinnslan á tvo fulltrúa í faghópi um öryggismál sem stofnaður var í ársbyrjun 2017 innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með það að markmiði að fækka slysum og óhöppum í fiskvinnslum.

 

„Það er gríðarlega mikilvægt og jákvætt skref fyrir sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Arnfríður sem er í faghópnum ásamt útgerðarstjóra Loðnuvinnslunnar.

„Með tilkomu þessa hóps hefur samstarf milli fyrirtækja í greininni eflst og erum við óhrædd við að leita til hvers annars þegar á þarf að halda. Við erum jú öll að vinna í sama umhverfi og því óþarfi að finna upp hjólið þegar kemur að bættu öryggi eða úrbótum,“ segir Arnfríður.

Vilja öll koma heil heim

Starf mannauðs- og öryggisstjóra er tiltölulega ný staða hjá Loðnuvinnslunni sem Arnfríður segir undirstrika áherslu fyrirtækisins á þessi máli. Hún tók við starfinu í árslok 2021.

 

„Eftir höfðinu dansa limirnir segjum við stundum en við erum mjög heppin með það að stjórnendum er annt um öryggismál og eru því jákvæðir fyrir því að innleiða ferla sem snúa að þeirra starfsemi,“ segir Arnfríður.

Þetta geri það að verkum að starfsfólkið sér tiltölulega fljótt að tileinka sér það sem lagt sé upp með. „Því við erum jú öll sammála um að við viljum koma heil heim eftir vinnudaginn.“

Loðnuvinnslan er gamalt og rótgróið fyrirtæki og Arnfríður segir það hafa orðið fyrir áföllum líkt og önnur fyrirtæki er komi að slysum.

Eitt alvarlegt slys

„Frá því að ég hóf störf hefur eitt alvarlegt slys komið upp þar sem starfsmaður varð fyrir lyftara,“ segir Arnfríður. Í slíkum tilfellum sé viðbragðsáætlun virkjuð þar sem stjórnandi leiði ferlið á vettvangi og í framhaldinu taki mannauðs- og öryggisstjórinn við og haldi utan um allar skráningar og skýrslugerð og beri ábyrgð á innri og ytri samskiptum í framhaldinu.

„Eftir slík slys eru stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins upplýst um hvað hafi átt sér stað. Það er mjög mikilvægt að setjast niður sem fyrst með því starfsfólki sem var á vettvangi og taka rýnifund, taka stöðuna á líðan fólks, hlusta og rýna saman yfir það sem betur má fara,“ segir Arnfríður. Í framhaldinu sé farið í úrbótavinnu og framhaldandi forvarnafræðslu. „Það er bara þannig að aldrei er góð vísa of oft kveðin í öryggismálum.“

 

Hótel við höfnina er áskorun

Arnfríður segir að flesta daga sé mikið líf og fjör á hafnarsvæðinu þar sem Loðnuvinnslan sé með stærstan hluta af sinni starfsemi.

 

Starfsfólk í fiskmjölsverksmiðju  á æfingu með Slökkviliði Fjarðabyggðar þar  sem var meðal annars farið yfir hvaða slökkviefni hentar best á hvaða elda. MYND/ÓÐINN ÓMARSSONsson

Starfsfólk í fiskmjölsverksmiðju  á æfingu með Slökkviliði Fjarðabyggðar þar sem var meðal annars farið yfir hvaða slökkviefni hentar best á hvaða elda. MYND/ÓÐINN ÓMARSSONsson

 

„Það getur því verið ákveðin áskorun að vera með hótel staðsett við hliðina á starfseminni niður við höfnina því ferðamenn sem sækja fjörðinn heim heillast af fjörunni líkt og fjallahringnum. Ferðamennirnir eiga það til að fá sér göngu eftir hafnarkantinum án þess að átta sig endilega á því að um vinnusvæði sé að ræða. Það er því mikilvægt að athafnasvæðin séu vel merkt með yfirborðsmerkingar fyrir akandi og gangandi umferð ásamt viðeigandi skiltum sem varar fólk við því að um vinnusvæði sé að ræða,“ segir Arnfríður.

Stakkaskipti með Öldu

Hjá Loðnuvinnslunni er starfandi öryggisnefnd sem Arnfríður segir vera mjög virka. Eftir reglulega fundi taki við úrbótavinna. Einnig hafi öryggisstjórnunarkerfið Alda verið innleitt um borð í fiskiskip fyrirtækisins.

„Alda er stafrænt öryggisstjórnunarkerfi sem nútímavæðir öryggi á sjó. Það er þróað í samstarfi við íslenska sjómenn og útgerðir. Alda færir öryggi beint til sjómanna, eflir öryggisþjálfun, reglubundið öryggiseftirlit og öryggisvitund um borð í skipum,“ segir Arnfríður.

 

Að sögn Arnfríðar voru sjómennirnir hjá Loðnuvinnslunni mjög öryggismiðaðir fyrir en með tilkomu Öldunnar hafi nýliðafræðsla, æfingar og eftirlit tekið stakkaskiptum.

 

Áhöfn Ljósafells að festa mann í börur fyrir flutning. Mynd/Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

Áhöfn Ljósafells að festa mann í börur fyrir flutning. Mynd/Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

 

„Aldan hefur eflt samskipti við öryggisstjóra í landi til muna, yfirsýn yfir æfingar og úttektir varð mun betra ásamt því að eftirfylgni á úrbótavinnu hefur gengið smurðara fyrir sig en áður,“ segir Arnfríður.

Baklandið þarf að vera með

Mikilvægt er að sögn Arnfríðar að samstarfsfólk eigi í góðum og uppbyggilegum samskiptum.

„Það hjálpar fólki að skilja hvert annað, stuðlar að aukinni mannvirðingu og síðast en alls ekki síst þá eykur það starfsánægju. Þannig líður mér í starfi mannauðs- og öryggisstjóra, að upplifa stuðning og jákvæðni fyrir því að auka öryggi og starfsánægju fyrirtækisins í heild eflir mann í því sem maður er að vinna að. Það hlýtur að vera erfitt að draga vagninn í þessum málum ef baklandið er ekki á sömu línu,“ segir Arnfríður Eide Hafþórsdóttir.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 703
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1549
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 1384052
Samtals gestir: 57459
Tölur uppfærðar: 16.4.2025 10:27:35
www.mbl.is